LAGAVAL - LAGALISTAR
Skylda er að flytja eitt lag eftir tónskáld keppninnar, Jón Ásgeirsson, en að öðru leyti er lagaval keppenda frjálst.
Sem leiðbeinandi lagalista í Framhaldsflokki bendir keppnin á Aðalnámskrá tónlistarskóla. Ítrekað er að ábendingin er eingöngu leiðbeinandi.
HVAÐA VERK ERU FLUTT OG HVENÆR?
Í forkeppni flytja keppendur lag eftir tónskáld keppninnar ásamt ljóði EÐA aríu sem hafa verið tilgreind í umsóknarformi.
Í úrslitum flytja keppendur lag eftir tónskáld keppninnar ásamt ljóði OG aríu sem hafa verið tilgreind í umsóknarformi.
Leyfilegt er að flytja sömu verk í forkeppni og í úrslitakeppni en einnig má skrá önnur verk til flutnings og er það alfarið ákvörðun keppanda.
TÓNSKÁLD VOX DOMINI 2026
Undanfarin ár hefur VOX DOMINI valið íslenskt tónskáld sem tónskáld ársins. Við valið er horft til þess að tónskáldið hafi lagt sig eftir að semja fyrir rödd og píanó og velja keppendur eitt lag eftir viðkomandi tónskáld til flutnings í keppninni. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir besta flutning á lagi eftir tónskáld ársins.
Tónskáld ársins 2026 er Jón Ásgeirsson.
Verk Jóns eru aðgengileg á nótnavef Tónlistarmiðstöðvar sem sjá má hér fyrir ofan og einnig er hægt að finna lista hér fyrir ofan með verkum Jóns Ásgeirssonar sem hægt er að velja úr, undir ‘lagalisti - Jón Ásgeirsson’.
Jón Gunnar Ásgeirsson Skúlason (f. 11. október 1928 á Ísafirði, d. 21. nóvember 2025 í Reykjavík) er íslenskt tónskáld. Meðal þekktustu verka hans eru óperurnar Þrymskviða, Galdra-Loftur og Möttulssaga. Hann hefur líka samið mörg vinsæl sönglög eins og lagið við ljóð Halldórs Laxness, Maístjarnan.
Jón útsetti og samdi millikafla við lag úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar árið 1960 og setti það við lausavísur sem eignaðar voru Vatnsenda-Rósu og kallaði Vísur Vatnsenda-Rósu. Lagið varð mjög vinsælt og þekkt í þessari útgáfu.
Jón fékk riddarakross Hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2001 fyrir „störf í þágu lista og menningar.”