Forkeppni, 14. mars

Úrslitakeppni, 15. mars í Salnum​

OPNUM FYRIR UMSÓKNIR Í JANÚAR

Söngkeppnin Vox Domini var haldin í fyrsta sinn árið 2017.

Félag íslenskra söngkennara (FÍS) stendur fyrir söngkeppninni og er hún fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og lengra komna nemendur í klassískum söng sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. Umgjörð keppninnar er svipuð og í klassískum söngkeppnum erlendis og er dómnefnd ætíð skipuð aðilum sem hafa mikla reynslu á sviði sönglistar.