top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • Youtube
VOXDOMINI_grunnur_LARETT_72dpi.png

Undanfarin ár hefur VOX DOMINI valið íslenskt tónskáld sem tónskáld ársins. Við valið er horft til þess að tónskáldið hafi lagt sig eftir að semja fyrir rödd og píanó og velja keppendur eitt lag eftir viðkomandi tónskáld til flutnings í keppninni. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir besta flutning á lagi eftir tónskáld ársins.

Tónskáld ársins 2024 er Hildigunnur Rúnarsdóttir.

Verk Hildigunnar eru aðgengileg á nótnavef Tónlistarmiðstöðvar.

Einnig eru bækur með þjóðlagaútsetningum Hildigunnar (útg. Ísalög) til sölu í Söngskólanum í Reykjavík og í Tónastöðinni.

TÓNSKÁLD ÁRSINS

Hildigunnur Rúnarsdóttir stundaði nám við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík með tónsmíðar sem aðalgrein og lauk þaðan Bachelors-prófi vorið 1989.  Síðan nam hún tónsmíðar, hjá Professor Günter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn.  Hildigunnur hefur starfað mikið með ýmsum kórum, þ.á.m. sönghópnum Hljómeyki og Dómkórnum í Reykjavík. Helstu verk eru m.a. barnaóperan Gilitrutt, Blandaðir dansar fyrir hljómsveit, Fiðlukonsert, Konsert fyrir orgel strengi og slagverk, Messa í minningu Guðbrands Þorlákssonar fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit (tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003) og kammeróperan Traversing the Void, ásamt tónlist við fimm heimildamyndir í leikstjórn Ásdísar Thoroddsen.  Einnig liggur eftir hana fjöldi kórverka og sönglaga. 

 

Hildigunnur starfar nú við tónsmíðar, kennslu og söng í Reykjavík

Skylda er að flytja eitt lag eftir tónskáld ársins en að öðru leyti er lagaval keppenda frjálst.

Sem leiðbeinandi lagalista í Framhaldsflokki bendir keppnin á Aðalnámskrá tónlistarskóla. Ítrekað er að ábendingin er eingöngu leiðbeinandi.

LAGAVAL - LAGALISTAR

Í forkeppni flytja keppendur lag eftir tónskáld keppninnar ásamt ljóði EÐA aríu sem hafa verið tilgreind í umsóknarformi. 

 

Í úrslitum flytja keppendur lag eftir tónskáld keppninnar ásamt ljóði OG aríu sem hafa verið tilgreind í umsóknarformi.

Leyfilegt er að flytja sömu verk í forkeppni og í úrslitakeppni en einnig má skrá önnur verk til flutnings og er það alfarið ákvörðun keppanda.

HVAÐA VERK ERU

FLUTT OG HVENÆR?

bottom of page